Rækju tortilla með sítrus hrásalati
Ég er búin að vera með uppskriftina af þessu í sigtinu í smá tíma og ákvað að skella mér á þetta. Allt í allt þá hefur eldamennskan tekið um 25mín með frágangi svo að þetta tók alls enga stund og þetta smakkaðist mjög vel. Við hjónin fengum okkur 2 tortilla á mann og það innihélt einungis 390 kaloríur.
This slideshow requires JavaScript.
Rækju tortilla með sítrus hrásalati
Innihald
- 1/4 bolli ferskur appelsínusafi
- 2 msk ferskur lime safi
- 2 msk sýrður rjómi
- salt og pipar
- 1/4 kálhaus (ég notaði hvítkál)
- 1 bolli maís
- 1 jalapeno
- 1 msk olía
- 450gr rækjur
- 8 tortillas
Leiðbeiningar
- Í stórri skál hrærið saman appelsínu -og lime safanum, sýrða rjómanum, salti og pipar.
- Bættu við káli, maís, jalapeno og hrærið saman. Leyfið því að sitja og hrærið annað slagið næstu 10 mínúturnar.
- Hitið pönnuna á miðlungshita og setið olíuna á hana. Hendið rækjunum á og kryddið með salti og pipar í 2-3 mínútur.
- Hitið tortilla pönnukökurnar örlítið, setjið steiktu rækjurnar á og svo sítrus hrásalatið.
- Berið að andliti.
Ég breytti uppskriftina örlítið bara út af ég átti ekki sumt.
- Ég setti grískt jógúrt í staðinn fyrir sýrðan rjóma
- Ég átti ekki jalapeno svo ég sleppti því
- Ég notað hvítkál.
- Ég gerði hálfa uppskrift þar sem það voru bara við Maddi sem átum, dugað akkúrat fyrir tvo
- Svo setti ég líka hvítlauksduft yfir rækjurnar þegar ég var að steikja þær, því hvítlaukur og rækjur fara mjög vel saman að mínu mati 🙂