Það er alltaf ljúft að skella einum íspinna í andlitið á sér. Hér eru uppskriftir af íspinnum sem eru aðeins hollari en sykurleðjan sem er oftast í boði úti í búð.
Kókos íspinnar
100-200gr grísk jógúrt
250 ml Froosh smoothie með ananas og kókos (1 flaska)
200 ml kókosmjólk
150 ml matreiðslurjómi
2 tsk hunang
Öllu blandað saman í matvinnsluvél/blandara eða maukað saman með töfrasprota. Jukkinu er síðan hellt í íspinnamót og sett í frystir yfir nótt.
Mangó íspinnar
100-200 gr grísk jógúrt
1 dós mangó jógúrt (frá Bio bú)
250 ml Froosh smoothie með mangó (1 flaska)
150 ml matreiðslurjómi
2 tsk hunang
Sama aðferð og áður, allt blandað í drasl og skúbbað í íspinnaform og inn í frystir.
Það er ágætt að prófa sig áfram með hlutföllin, gríska jógúrtin gefur súrara bragð en það er hægt að vega upp á móti því með t.d. mangó- eða kókos jógúrti. Um að gera að prófa sig líka áfram með aðrar bragðtegundir eða jafn vel prófa að mauka ferska ávexti saman við.
Skemmtilegt blogg og gaman að fá hugmyndir, er líka að reyna að bæta mataræðið 🙂