Í dag þá er elsku eiginmaður minn 34 ára gamall og þá ætlaði ég að gefa honum uppáhaldsmatinn hans, sem er lasagna. Það er ekki oft á boðstólnum hérna heima þar sem ég er með tómatofnæmi en ákvað að fórna mér fyrir teimið.
Lasagna er svo truflaðslega auðveldur réttur að gera að þetta er ekki uppskrift, frekar hugmynd að útfærslu. En kvöldmaturinn er:
Lasagna með heimatilbúnu hrásalati og ferskum maískólfi.
ef þið hafið ekki smakkað ferskan maískólf áður þá mæli ég með að þið skokkið í Bónus og fjárfestið í ca einum á mann. Þetta er svo ferskt og svo sætt og svo kostar þetta bara um 150kr/stk.
LASAGNA
Hrásalat
Þessa uppskrift fann ég inn á Heilshugar sem er eitt af mínum uppáhalds matarbloggum. Rosalega auðvelt að gera og rosalega ferskt og gott. Uppskriftin er tekin beint af síðunni þeirra.
2 gulrætur (rifnar)
100 gr kálhaus
½ gúrka
½ dós 5-10% sýrður rjómi
1 tsk sinnep (má sleppa)
1 dós ananaskurl
salt + pipar eftir smekk
grænmeti saxað smátt og blandað saman ásamt sýrða rjómanum, sinnepi og kryddi.
Þó ég segi nú sjálf frá þá var þetta truflaðslega gott. Við fengum líka gesti í mat, annar gestanna vinnur á Súfistanum og hún kom með úrval af afmæliskökum. Maddi fékk að sjálfsögðu köku, kerti og afmælissöng!
Bakvísun: Letileg Shepherd’s Pie « Nautnaseggirnir