Það hefur ekki verið bloggað mikið seinustu vikuna eða svo vegna ömurlegrar flensu sem hefur herjað á húsbandið og mig. Það hefur ekki verið neinn kraftur til að elda neitt nema það allra auðveldasta.
Við vorum ekkert heiftarlega tímalega að pæla í kvöldmatnum í dag, þetta var meira að við stóðum fyrir framan ísskápinn kl17 og sögðum „Hvað eigum við að hafa í matinn“. Eftir smá grams þá sá ég að við áttum púrrulauk og rækjur sem öskrar bara crépes! Það er ekki erfitt að gera gott crépes, þetta er meira handavinna og dundur. Það sem þarf að pæla í er pönnukökur, fylling og sósa.
Crépes deig
2 bollar hveiti
1 1/2 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
3 egg
2 msk. sykur
2 msk. ósaltað smjör, bráðið
Þetta er ekki rocket science. Þurrefni saman við það blauta og hræra. Ég steikti mínar á teflon pönnu í staðinn fyrir stál eða pönnukökupönnunni. Þær festast ekki og maður getur gert þær örlítið stærri. Þeir sem hafa aldrei steikt pönnsur áður þá mynda-tutorial hérna fyrir neðan.
Fylling
Sósa
Við áttum ekki neina jógúrt eða sýrðan rjóma til að búa til holla sósu, en við áttum rjómaost sem var alveg að fara að renna út. Svo ég setti rjómaostinn í pott með smá mjólk og bræddi. Svo bætti ég við fljótandi nautakraft (alveg hægt að nota duft eða tening ef þið eigið ekki fljótandi) og sojasósu. Mér finnst sojasósa vanmetið tól í eldhúsinu, ég nota hana aldrei á hrísgrjón heldur eiginlega bara í sósur.
Smakka hana bara aðeins til og hún er tilbúin.
Svo er setja fyllinguna saman. Passa sig að hafa ekki of mikið af búlgum/hrísgrjónum og fara varlega með sósuna. Svo þetta líti ekki út eins og einhver hafa hent súpu með hrísgrjónum inn í pönnsur og skellt á borðið. Ég kryddaði fyllinguna síðan með graslauk og steinselju.
Þá er að setja þetta saman. Það komu svo rosalega margar pönnsur út úr uppskriftinni að ég ákvað að rúllu þeim upp með fyllingunni í staðinn fyrir að gera ferninga. Þá er bara minna í hverri.
Svo er ostur yfir og inn í ofn í 5 mínútur.
Ég sagði Madda að ég mundi vitna beint í hann í blogginu eftir að hann sagði „Þetta eru bestu crépes sem þú hefur gert. Pönnukökurnar rosalega mjúkar þrátt fyrir að hafa farið aftur inn í ofn. Svakalega gott!“
Þetta er rosalega sniðugt þegar manni vantar að tæma ísskápinn. Það eru óendanlega margar tegundir af fyllingum sem hægt er að setja inn í þetta.
-A