Í dag er einn af þessum dögum þar sem það er kalt úti, ég er veik og maður nennir ekki að hafa mikið fyrir kvöldmatnum. Er í dag búin að vera að vafra mikið um á pinterest.com og rak augun í þessa uppskrift. Þrátt fyrir að við eldum ekki úr mikið af mat sem kemur úr dósum eða er unnið þá ákváðum við að skella í þetta. Hún er það sóðalega óholl að ég verð örugglega að lifa á lofti og engu næstu dagana til að koma upp á móti þessu.
Þetta er svona með því auðveldara sem ég hef gert í eldhúsinu. Hér kemur þetta:
Auðveldur Mexíkóskur pottréttur
1x dós creamy kjúklingasúpa í dós
1x dós chilli baunir án vökva
1x dós tómatar saxaðir
500gr eða svo af hakki
1x laukur
Kornflögur (tortilla chips eða nachos)
Ostur
Alltaf þegar ég geri nýjar uppskriftir í fyrsta skiptið þá fer ég alveg eftir uppskriftinni en svo næstu skipti þá geri ég mínar eigin endurbætur, hér eru nokkrar sem mér dettur í hug í fljótu bragði:
Þetta er líka mjög ódýr réttur. Allt innihald í réttinn kostaði 2.000kr, það var með því að baunirnar og tómatarnir eru lífrænt svo það er dýrara. Það væri hægt að setja lítið af ost, keypt ólífrænt og sloppið með 1.500kr. Við borðuðum saman bara 1/3 af réttinum og afgangarnir verða frystir eða sendir í nesti. Svo þetta er mjög ódýrt og fljótlegt.