Gráðostaspagettí með perum og hnetum
Þar sem ég hef verið veik seinustu daga þá hefur kvöldmaturinn snúist mikið um að þetta sé fljótlegt frekar en mega hollustu. Kvöldmaturinn í kvöld var engin undantekning, undirbúningurinn tekur kannski 10 mínútur og svo er þetta bara samsetning. Ég ELSKA þennan rétt, ég elska gráðost, ég elska ávexti í heitum réttum og ég elska hnetur….mikil ást í gangi gagnvart kvöldmatnum mínum.
Gráðostaspagettí með perum og hnetum
- 1x þríhyrningur af gráðost
- 0.5msk af smjöri
- Spagettí
- 1-2 perur (fer eftir stærð)
- Hnetur að eigin vali
- Setjið upp vatn til að sjóða spagettíið, þegar suðan kemur upp skellið því út í í 8-10 mínútur.
- Á meðan er beðið eftir suðu þá er takið þið gráðostinn og stappið hann saman við smjörið.
- Skerið peruna niður í bita. Best er ef að peran er ekki of græn og ekki of þroskuð. Maður vill ekki að þau maukist þegar maður hrærir allt saman.
- Þegar spagettíið er tilbúið, síið það og hendið því út í gráðostablönduna. Veltið því þangað til að osturinn er bráðnaður.
- Hendið hnetum og perum út í.
- Apply to face!
This slideshow requires JavaScript.
Mmm, þetta hlýtur svo að mega útfæra á marga vegu. T.d. með camembert, furuhnetum og jarðarberjum. Pant prófa.
enn rosalega girnilegt krakkar, nammi! gott fyrir kjötlausa sem fíla samt það sem bragð er að. prufa þetta!