Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Fylltar sætar kartöflur

Ég ákvað að vera gikkur í kvöldmatnum og neita að borða hakk og spagettí.  Gramsaði í ísskápnum og fann þar sæta kartöflu og fannst sniðugt að skella í fyllta sæta kartöflu. Þetta er engin fancy matur en er fínt sem matur fyrir einn, væri líka örugglega gott sem meðlæti. Þetta er ekkert háheilagt blanda á fyllingu og má bara nota það sem passar með og er til í ísskápnum.

 

  • 1 Sæt kartafla
  • Nýrnabaunir
  • Maís
  • Sýrður rjómi
  • Ostur
  • Salt, pipar og annað krydd.
  1. Skellið sætu kartöflunni inn í ofn þangað til hún er bökuð í gegn. Ég skar mína í tvennt til að flýta fyrir.
  2. Skafið kartöfluna innan úr hýðinu og skellið í skál. Bætið þar fyllingunni saman við. Ég setti maís, nýrnabaunir, sýrðan rjóma og handfylli af osti.
  3. Kryddið eftir smekk.
  4. Setjið fyllinguna inn í hýðið, stráið ost yfir og aftur inn í ofn.
  5. Inn í ofn þangað til að osturinn er bráðnaður og gulbrúnn.
  6. Apply to face!

This slideshow requires JavaScript.

Færðu inn athugasemd

Information

This entry was posted on 18.10.2012 by in Grænmetisréttir.

Leiðarkerfi