Við fengum gesti í mat í kvöld, ætluðum að gefa þeim ofnbakaðan lax með mango chutney. En þegar eldamennskan byrjaði þá tókum við eftir að það var ekki til nóg af mango chutney til að smyrja á laxinn, svo að við þurftum að finna eitthvað annað. Ég mundi þá eftir uppskrift sem ég hafði séð á Pinterest og lengi langað að prófa.
Með þessu höfðum við ferskt salat, wasabi baunir (grænar baunir húðaðar með wasabi kryddi, þær fara mjög vel með fiski og fást í flestum matvöruverslunum) og mangojógúrtsósu.
Þetta var þvílíkt gott og verður pottþétt gert aftur!