Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Kjúklingakoddar með mangosósu

Í sumar fjárfestum við í matreiðslubókinni Heilsuréttir Fjölskyldunnar, þetta er alger snilldarverk og höfum við notað hana mikið eftir að við keyptum hana. Mig hefur langað lengi að gera þessa kjúklingakodda og við urðum ekki fyrir vonbrigðum. Við mælum eindregið með þessari góðu bók fyrir ykkur sem eruð að pæla í hollu og góðu matarræði.

Kjúklingakoddar

  • 3-4 kjúklingabringur
  • 1 dl hveiti
  • 2 msk olía
  • 8 dl Corn Flakes
  • 2 egg
  • Salt og pipar
  1. Skerið bringurnar í jafnstóra bita.
  2. Setjið corn flakes-ið í matvinnsluvél og myljið. Svo fer olían saman við og blandið því örlítið saman.
  3. Takið 3 diska. Í fyrsta fer hveitið sem þið kryddið, í aðra fara eggin sem þið hrærið örlítið saman og í þá þriðju þá fer corn flakes-ið.
  4. Veltið fyrst upp úr hveiti, svo eggi, svo corn flakes.
  5. Látið bitana á bökunarplötu og inn í ofn við 250°c í 10-15 mínútur.
  6. Þegar bitarnir eru búnir að vera inni í 5-7 mínútur þá þarf að snúa þeim.
  7. Við notuðum afgangs mango sósu með þessu og það passaði virkilega vel saman!

This slideshow requires JavaScript.

Færðu inn athugasemd

Information

This entry was posted on 22.10.2012 by in Kjúklingur.

Leiðarkerfi