Devilled eggs (Fyllt egg)
Við eigum alltaf rosalega mikið af eggjum. Bæði pabbi minn og tengdapabbi eiga hænur svo við eigum vanalega meiri egg en við getum í okkur látið. Við notum hinsvegar eggin oft í það sama, eins og ommiletta og ristað brauð með eggi. Svo ég henti mér í gúgglið og fann uppskrift að devilled eggs, sem er eitthvað sem ég hafði alltaf heyrt um en aldrei smakkað.
Þetta tók enga stund og hráefnin eru eitthvað sem flestir eiga í ísskápnum. Þetta er líka eitthvað sem er gott að nasla í og kannski bjóða gestum upp á en maður er ekkert að fara borða fylli sína af þessu. Uppskriftin sem ég notaði stóð majones en ég notaði 10% sýrðan rjóma.
Devilled eggs
- 8 egg (eða bara eins og þið viljið)
- 2 msk sýrður rjómi
- 1 góð tsk af Dijon Sinnepi
- 1/2 paprika
- Lítið horn af gráðosti (má sleppa)
- 1 msk Parmesan (má sleppa)
- Salt og pipar
- Setjið vatn í pott og bíðið eftir suðu. Skellið þá eggjunum út í vatnið í 9 mínútur.
- Þegar eggin eru soðin þá má kæla þau niður.
- Takið skurnin utan af eggjunum og skerið þau til helminga.
- „Skúbbið“ rauðunni úr eggjunum og í skál.
- Stappið rauðurnar og bætið sýrða rjómanum, sinnepinu og gráðostinum út í.
- Skerið paprikuna mjög smátt og bætið út í eggjarauðumixið.
- Bragðið til með salt og pipar.
- Skúbbið síðan mixinu í eggjahvíthelmingana og skreytið.
- Apply to face!
- Ef þið ætlið að geyma eggin þá mundi ég ráðleggja að sleppa gráðostinum, því gráðostabragðið magnast oft upp eftir sem maður geymir.
- Ég gerði þau mistök að búa þetta til þegar littla dýrið var vakandi og svöng. Það urðu mikil afföll af eggjunum, af þessum 9 eggjum þá borðaði hún 3 á meðan ég bjó þetta til. Þrátt fyrir að það væri líka bragðmikill gráðostur í þessu þá hakkaði hún þetta í sig svo eftir að þetta var tilbúið.
This slideshow requires JavaScript.