Það er tvennt sem flestir eiga nóg af eftir jólin, rjómi og hamborgarhryggur! Þetta er frábær réttur til að nota afgangana og fyrir þá sem nenna ekki að borða upphitaðan hamborgarhrygg fram að áramótum. Frá því að ég og hinn nautnaseggurinn byrjuðum sambúð fyrir 9 árum þá hef ég eldað þetta á hverju ári á milli jóla og nýárs. Uppskriftin hljómar örlítið flókin en það er ómögulegt að klúðra henni!
Tartalettur með afgangs hamborgarhrygg og sveppum.
-Það er hægt að nota líka jólaskinku, bayonneskinku eða hangikjöt (ef þið notið hangikjöt, þá má sleppa alveg að salta sósuna).
-Þar sem ég átti ekki sveppi í dós þá notaði ég ferska sveppi, steikti þá og bjó síðan til smá soð úr vatni og broti af grænmetistening.
-Ég átti svo mikið kjöt eftir og var með fólk í mat, svo ég gerði tvöfalda uppskrift.
You must be logged in to post a comment.