Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Kjúklingaleggir og couscous-salat

Ég stóð út í búð með matseðil/innkaupalista í höndunum og fannst grjónagrautur ekki öskra laugardags kvöldmatur. Þannig að mér datt í hug að hafa svolítið sem við gerum oft og er mjög auðvelt og fljótlegt að gera.

Kjúklingaleggir og couscous-salat

  • Kjúklingaleggir
  • Hveiti
  • Salt og pipar
  • BBQ sósa
  • Cous cous (við fundum ekki venjulegt couscous í búðinni, bara svona pakka, þannig að við vorum tilbneydd til að kaupa það. En vanalega höfum við bara venjulegt couscous, það er líka miklu ódýrara.)
  • Paprika
  • Graslaukur (áttum hann til en notum oftast rauðlauk)
  • Fetaost
  1. Til að marinera kjúklingaleggina þá set ég þá í poka, gluða BBQ sósu yfir og leyfi að liggja í nokkra klukkustundir.
  2. Ég ákvað að hafa tvenns konar kjúkling. Með seinni leggina þá setti ég hveiti í skál, setti góðan slurk af salti og pipar og velti leggjunum upp úr því. Með þessu þá kemur svona crispy húð á kjúklinginn. Það er alveg hægt að krydda miklu meira hveitimixtúruna, t.d fyrir þá sem fíla sterkt að setja chili flögur og duft.
  3. Skellið þessu inn í ofn við 180°c í ca 40 mínútur.
  4. Á meðan kjúklingurinn mallar þá býr maður til couscous salatið. Skellir couscousinu í pott og eldið samkvæmt leiðbeiningum.
  5. Á meðan couscousið er að kólna þá saxar maður paprikuna og graslaukinn/rauðlaukinn.
  6. Þegar couscousið er kólnað þá skellir maður grænmetinu út í, fetaosti eftir smekk og kjúklingabaunum. Persónulega þá hef ég ekki geðheilsu í að sjóða kjúklingabaunir og allt þetta í kringum það svo ég kaupi oftast dósa kjúklingabaunir. Þær eru góðar, þarf bara að skola vel vökvann af þeim sem þær hafa legið í.
  7. Þegar leggirnir eru tilbúnir þá skellið þessu öllu á disk og berið að andliti!

This slideshow requires JavaScript.

Færðu inn athugasemd

Information

This entry was posted on 5.1.2013 by in Kjúklingur, Meðlæti.

Leiðarkerfi