Kúrbíts franskar
Eftir að hafa vafrað slatta á uppskriftarsíðum í gær þá fann ég slatta af uppskriftum sem innihalda kúrbít og eggaldin og langaði að nota meiri í eldamennskunni okkar.
Kúrbíts franskarnar var alls ekki mikið mál en var svolítið föndur.
- 2 Kúrbítar
- 3 egg
- Ritz kex (uppskriftin sagði rasp en ég átti ekki svona)
- Hveiti
- Krydd (Salt, pipar, hvítlaukskrydd)
- Skerið kúrbítinn langsum og síðan í tvennt. Eftir það þá sker ég í báta ca.
- Setið hveiti á disk og kryddið með salt, pipar og hvítlaukskrydd.
- Í aðra skál brjótið eggin og þeytið saman.
- Myljið kexið mjög smátt í þriðju skálina.
- Veltið kúrbítnum upp úr hveitinu, svo eggi og svo kexinu.
- Setjið á plötu og inn í ofn við 220°c í 20-25 mínútur eða þangað til gulbrúnt.
Get ekki sagt að allir karlmennirnir á heimilinu hafi misst sig í spenningnum þegar ég sagði þeim að það væru kúrbítsfranskar sem meðlæti en eftir að unglingurinn smakkaði og sagði „namm“ þá stukku allir á þetta. Ég held að það væri rosalega gott að blanda saman parmesan saman við kexblönduna.
This slideshow requires JavaScript.
You must be logged in to post a comment.