Fjölskyldan fór á rölt í Kringlunni í dag. Við kíktum inn á kaffihús þar og hugsaði ég með mér að verðið á crépes á kaffihúsum er svívirðilegt, miðað við efniskostnað. Það stoppar samt ekki „craving“ í crépes svo ég ákvað að kokka þetta upp handa okkur í kvöldmat. Að gera crépes er svolítil handavinna og dundur, en það er vel þess virði. Það kostar sama sem ekkert að elda þetta og innihaldið er eitthvað sem flestir eiga í ísskápnum. Ef ekki þá er bara hægt að setja það sem þið eigið til.
Það er fínt að gera þetta daginn eftir að hafa gert heimatilbúna pizzu, því þá á maður oft niðursneitt grænmeti, pepperóni, skinku, ost og fleira í afgang. Þessi uppskrift sem ég kem með er frekar stór, en við notum þetta í hádegismat daginn eftir.
Það verður að byrja á því að gera deigið, þar sem það þarf að róa sig í ísskápnum í klukkustund. Uppskriftina af pönnukökunum fann ég á síðu Matarlist, hef notað hana oft áður og finnst vera mjög góð uppskrift.
Crépes
Uppskrift fyrir sex:
2 bollar hveiti
1 1/2 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
3 egg
2 msk. sykur
2 msk. smjör, bráðið
Smá salt
1 msk. olía til steikingar
1. Setjið hveitið ofan í stóra skál og búið til holu í miðju hveitisins.
2. Setjið eggin í holuna. Bætið 1 bolla af mjólk ofan í og hrærið í með sleif, farið smám saman í stærri hringi svo að hveitið blandist hægt við vökvann.
3. Bætið afgangnum af mjólkinni út í, ásamt vatninu, sykrinum, smjörinu og saltinu og hrærið þar til allir kekkir eru horfnir. Ef einhverjir kekkir þrjóskast við skal sía deigið svo það verði kekkjalaust. Látið deigið standa í ísskáp í 1 klst.
4. Hitið olíu á pönnu við miðlungshita. Ausið ¼ bolla af deigi á pönnuna, hallið pönnunni í allar áttir svo að deigið dreyfist jafnt yfir alla pönnuna. Steikið crêpes-kökuna þar til brúnirnar lyftast auðveldlega frá pönnunni, í ca. 2 mín. Rennið þá spaða undir kökuna og snúið henni við og steikið þeim megin í ca. 1 mín.
6. Setjið fyllingu að eigin vali í miðju crêpes-kökunnar. Þegar hún er full steikt, brjótið þá til helminga, og svo aftur til helminga. Færið af pönnunni og berið fram.
Fylling
You must be logged in to post a comment.