Nautnaseggir

matarblogg Önnu Sjafnar og Madda.

Tortilla pizza og ávaxtaspjót í eftirmat

Littla dýrið okkar er búin að vera veik í dag svo við ákváðum að gera eitthvað í kvöldmat sem hún gat hjálpað með. Fyrir valinu var tortilla pizza. Bæði út af littlan getur mjög auðveldlega hjálpað til og það að eftir að vera með veikt barn heima þá nennir maður ekki að eyða svaðalegum tíma í að elda.

 

Tortilla pizza

Það þarf ekkert uppskrift fyrir þetta, því þetta er frekar hugmynd að kvöldmat. Það sem við notuðum var:

  • Stórar tortilla pönnsur
  • Pizzasósa
  • Skinka
  • Pepperóní
  • Ananas
  • Ostur
  • Sveppir (mjög mikilvægt að steikja þá á undan því pizzan þarf að vera svo stutt inni í ofni að þeir mundu aldrei eldast)
  1. Setjið pönnsurnar á bökunarplötu.
  2. Berið pizzasósu á þær.
  3. Setjið síðan álegg á.
  4. Þær þurfa alls ekki meira en 10-15 mínútur inni í ofni.

 

Ávaxtaspjót

Eftir matinn var ég alveg að farast, mig langaði svo í eitthvað sætt. Ákvað að vera gáfuð og fá mér ávexti, en vildi fá eitthvað gúmmelaði samt.  Ávaxtaspjót með „drissli“ af 70% súkkulaði er málið, þvílíkt nammi. Ætla ekki að móðga lesendur mína með því að setja inn leiðbeiningar.

This slideshow requires JavaScript.

 

Færðu inn athugasemd

Information

This entry was posted on 10.4.2013 by in Eftirréttir, Kjöt og hakk.

Leiðarkerfi