Flatbrauð og hummus
Núna er ég komin í sumarfrí og þá er ég að fá útrás fyrir uppsafnaðri eldunar- og bökunarþörf. Í dag ákvað ég að kvöldmaturinn ætti að vera grýta og flatbrauð með hummus, dear lord hvað þetta var mikið nammi!
Flatbrauð
- 500 gr hveiti
- 500 gr hreint jógúrt
- 2 msk lyftiduft
- 1 tsk salt
- 4 hvítlauksrif (má sleppa)
- Það er auðveldast að gera þetta í matvinnsluvél en er alveg hægt að gera í höndunum. Ég notaði matvinnsluvél, skellti þessu bara öllum efnum í skálina og setti af stað.
- Hellið úr skálinni á hreint borð og hnoðið saman þangað til er komin flott deig. Bætið hveiti við ef deigið er of blautt.
- Skiptið deiginu í 12 parta.
- Fletjið hvern part út eins þunnt og mögulegt er.
- Steikið brauðið á steikarpönnu við háan hita. Það þarf bara smástund á hverri hlið, bara þangað til það er farið að dökkna örlítið.
- Þetta brauð er rosalega gott með pestó, hummus og svo líka bara smjöri.
Hummus
- 1 dós kjúklingabaunir
- 2 msk tahini
- 1.5 msk sítrónusafi
- 1-2 hvítlauksrif, rifin
- 1-2 msk olívuolía
- 0.25 tsk cumin (ekki kúmen)
- Krydd eftir smekk (ég notaði salt, pipar og ÖRlitla basilíku)
- Vatn
- Skellið öllu saman í matvinnsluvél (líka hægt að nota töfrasprota) og maukið þangað til allir kekkir eru horfnir.
- Bætið við vatni til að finna út réttu þykktina.
- Gluðið á flatbrauðið and apply to face!
This slideshow requires JavaScript.
You must be logged in to post a comment.