Littla fjölskyldan var að flytja í nýtt húsnæði og eru allir aðilar svívirðilega ánægðir með það. Ásamt því að rífa upp úr kössum eins og vindurinn þá erum við almennt buzy. Eiginmaðurinn að æfa eins og vindurinn fyrir Rokkjötna og ég að reyna að ljúka lokaritgerðinni minni í Upplýsingafræði.
Í kvöld var eina kvöldið í langan tíma sem það eru ekki æfingar, vinkonuhittingur, fundir eða álíka skemmtilegheit. Þannig að við ákváðum að fyrsta eldaða máltíðin á nýja staðnum yrði almennileg. Eiginmaðurinn er nýkomin heim úr vinnuferð til Parísar þar sem hann fjárfesti í Foie gras, það var nýtt í kvöldmatinn. Réttir kvöldsins urðu þess vegna:
Forréttur: Foie gras á pönnuristuðu brauði með sultuðum balsamik vínberjum (uppskrift fengin á bloggsíðu Ragnars Freys Gíslasonsar)
Aðalréttur: Karrýfiskisúpa með skötusel og rækjum
Eftirréttur: Ávaxtaspjót með súkkulaði ala Áróra Ingibjörg
Ég gerði forréttinn, Maddi aðalréttinn og littla skottan fékk að velja eftirrétt og gera hann ein.
Foie gras á pönnuristuðu brauði og sultuðum balsamik vínberjum
Þetta var rosalega girnileg uppskrift sem ég fann á gömlu bloggsíðu Ragnars Freys Gíslasonar og virtist ekki vera erfið.
Það sem ég fílaði við hana var að það er ekki einhver 35 innihaldsefni í henni. Það sem þarf er:




Karrýfiskisúpa með skötusel og rækjum
Hér ákváðum við að taka smá „shortcut“. Við keyptum humarsúpu í fiskbúðinni Hafinu þegar við keyptum skötuselinn og rækjuna. Þetta er bara basic súpa með engu gumsi. Fínn grunnur sem við bættum við eftir okkar höfði. Innihaldið í fisksúpunni var:


Ávaxtaspjót ala Áróra
Þetta er uppáhalds eftirréttur Áróru er það skemmir ekki fyrir að hún getur gert hann nánast sjálf á meðan við eldum. Við skerum bara ávexti í bita, bræðum súkkulaði og hún sér um afgang.




You must be logged in to post a comment.