Planið í dag var að elda og blogga um tælenskan rétt sem Maddi hefur verið að fínpússa en suma daga þá rekst maður á eitthvað á Pinterest og bara VERÐUR að prófa það. Það gerðist þegar ég rakst á uppskrift að Avacadohummus og þar sem við vorum komin í furðulegan kvöldmat þá henti ég pigs-in-a-blanket inn í ofn til að hafa með.
Rétturinn er eins og blanda af hummus og guacamole, avacadoið gefur rjómakenndan keim en gerir hummusinn samt léttari en þennan hefðbundna. Þannig að þetta dugar ofan á brauð, ídýfa fyrir tortilla flögur eða grænmeti, í pítubrauð eða smurt á tortilla.
Innihald
Þessi uppskrift er það auðveld að ég lét 6 ára dóttur mína gera mestalla vinnuna. Henni fannst þetta svo gott að hún bað mig um að hafa samband við fréttamenn í þeim tilgangi að komast í viðtal og miðla uppskriftinni !
You must be logged in to post a comment.