Maddi keypti þvílíkt girnilegan fiskrétt fyrir kvöldmatinn en þegar kom að því að elda þá var ekki séns að það væri nóg handa fjölskyldunni. Þá var bara að finna nóg af meðlæti til að borða með svo að engin færi í burt svangur.
Ég vissi ekki hvort að þetta salat mundi virka en ákvað að taka myndir af ferlinu, svona ef þetta yrði ætt 😛 Heppnin var með, þetta var rosalega gott og passaði vel með fiskinum. Auk salatsins gerðum við couscous með rúsínum og soðið brokkolí með smjöri og salti.
Innihald
Ferlið var svo svívirðilega auðvelt að ég hef ekki neinar nánari útskýringar. Bara að saxa brokkolí ( skera sem mest af stilkunum af) og epli. Gera sósuna og hræra allt saman ásamt rúsínum. Auðvelt og fljótlegt.
You must be logged in to post a comment.