Það er ótrúlega langt frá síðasta innleggi og skrifast það bara á lægð í matarnautn (erum ekki búin að elda neitt sérstaklega blogglegt). En með nýju ári þá settum við okkur það markmið að setja enn meiri grænmeti inn í matinn hjá okkur. Fann hugmyndina að þessu á Pinterest, eins og svo margt annað. Þetta kom vel á óvart og var meira djúsí heldur en ég bjóst við. Þegar kúrbíturinn byrjar að bakast þá mýkjist hann og pizzasósan smýgur inn í hann, þaðan kemur djúsí bragðið. Við hjónin hámuðum þessu í okkur, fjögur ára dóttir okkar var aðeins tregari til en borðaði samt allan matinn 🙂
Þetta er tæknilega ekki uppskrift heldur bara uppástunga að mat.
Eins og heyrist þá er þetta ekki mikið mál, svo skemmir þetta ekki fyrir að maturinn er ótrúlega ódýr og hitaeiningalítill.
Er hægt að ræna ykkur og geyma ykkur í eldhúsinu mínu 🙂
Er nettenging?